GISTING

Herbergi

Herbergin eru á fyrstu, annarri og þriðju hæð.
Athugið að það er engin lyfta í húsinu.

Á fyrstu hæð eru 2 hjónaherbergi, 4 tveggja manna herbergi, 2 salerni á gangi og 2 baðherbergi, annað með 2 sturtuklefum.

Á annarri hæð eru 2 hjónaherbergi, 2 tveggja manna herbergi og 1 fjölskylduherbergi (2-4 manna). Öll herbergin á annarri hæð eru með baði.

Á þriðju hæð eru 3 hjónaherbergi, 1 þriggja manna (hjónarúm og 1 aukarúm) og 1 tveggja manna herbergi, öll með sér baðherbergjum. Einnig eru á þriðju hæð 1 tveggja manna herbergi og 2 einstaklings herbergi með sameiginlegu salerni og baði á gangi.

Í baðherbergjunum eru sturta, salerni og vaskur, hárblásari, handsápa og sturtusápa.

Þráðlaust internetsamband er í öllu húsinu.

Gæða rúm og rúmfatnaður er í öllum herbergjum og tveir koddar í hverju rúmi.

Aðstaða fyrir gesti

Aðstaða er til að geyma búnað og fatnað fyrir útivistafólk á jarðhæðinni.

Bækur er hægt að fá að láni úr bókasafni gistihússins án endurgjalds og má senda þær til okkar að lestri loknum.

Þráðlaust netsamband í öllu húsinu.