MYNDLIST

Myndlist

Á öllum herbergjum og göngum gistiheimilisins eru til sýnis og sölu listaverk eftir unga íslenska listamenn . Það er jafnframt markmið okkar að kynna okkar besta og efnilegasta fólk á myndlistasviðinu með sýningum og með því að mynda verkin þeirra og sýna hér á heimasíðunni.

Hulda Vilhjálmsdóttir er fædd í Reykjavík þann 6. júní 1971, dóttir hjónanna Vilhjálms Ásmundssonar múrara og Maríu Sigursteinsdóttur húsmóður. Ung að árum sýndi hún hæfileika á myndlistasviðinu og var hvött áfram af föður sínum sem gaf henni það frelsi sem hún þurfti til að rækta hæfileika sína. Þau fóru á sýningar og keyptu tímarit um listir og arkitektúr sem þau gleyptu í sig í sameiningu.

Hulda útskrifaðist frá málaradeild Listaháskóla Íslands vorið 2000. Hún hefur haldið fjölda sýninga síðan og tekið þátt í mörgum samsýningum að auki (sjá www.huldavil.is ).
Hulda segir Ísland vera helsta áhrifavaldinn í verkum sínum, náttúran, fólk og allt það sem því fylgir. Vinnan sé að stórum hluta falin í að kanna nýja hluti og vinna úr þeim.

Hulda hefur stofnað 4 listagallerí og gefið út 3 bækur með ljóðum sínum.