Staðsetning Hótel Siglunes

Staðsetning

Siglunes er staðsett í hjarta bæjarins við Lækjargötu 10, steinsnar frá ráðhústorginu. Stutt í alla þjónustu svo sem matvöruverslun, veitingastaði, vídeóleigu, apótek og bakarí. Sundlaug og líkamsrækt eru í göngufæri.
Sveitarfélagið Fjallabyggð varð stofnað 11. júní 2006 en þá sameinuðust Siglufjörður og Ólafsfjörður í eitt sveitarfélag. Síðustu ár hefur sveitarfélagið Fjallabyggð blómstrað. Ferðamennska, söfn, skíðaiðkun, gönguferðir, kaffihús og fallegt umhverfi er meðal annars það sem Siglufjörður og Ólafsfjörður hafa upp á að bjóða.
Í október 2010 voru bæirnir tveir samtengdir með 10 km (7 km + 3 km) löngum göngum og þverun hins fallega Héðinsfjarðar.
Siglufjörður er nyrsti kaupstaður á Íslandi og er einungis í klukkustunda aksturfjarlægð frá Akureyri og Sauðárkróki.