VEITINGASTAÐUR

Veitingastaður Siglunes Guesthouse

Marokkóski meistarakokkurinn, Jaouad Hbib, töfrar fram frábæran mat í marokkóskum stíl með hágæða íslensku hráefni. Hægeldaður íslenskur lambaskanki í marokkóskum leirdisk með cous-cous og suðrænum kryddum er meðal þess sem kemur við sögu á veitingastaðnum. Ferskt sjávarfang í ámóta skrúða er líka á boðstólnum, svo og safaríkir og áhugaverðir grænmetisréttir.Jaouad2

Við bjóðum upp á nýjan matseðil á tveggja vikna fresti og uppfærum hann á Facebook-síðu okkar.

Veitingastaðurinn er opinn frá 18:00 til 21:00 þriðjudag til sunnudags.  Lokað er á mánudögum.

Borðapantanir í síma: 467 1222